(English below) Takk kærlega Tónlistarsjóður fyrir að styrkja frumflutninginn á sjöundu óperunni minni, Ragnarök: örlög goðanna. Það stendur til að frumflytja verkið á árinu 2025 í Reykjavík. Tónsmíðarnar voru styrktar af Tónskáldasjóði RÚV. Frumflutningurinn verður framleiddur í samstarfi við Kammeróperan. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu, þetta er líklega dramatískasta óperan sem ég hef samið til þessa.
Tónlistin, fyrir fjóra einsöngvara, tvo kóra, tvö píanó, rafmagnsgítar og fleira gotterí, er auðvitað eftir mig, en ég hef einnig sett handritið saman sjálfur, og er því lögð fram ný og einstæð sýn á atburði í norrænni goðasögu í óperunni. Textinn kemur að mestu úr hinum stórkostlega ljóðabálk „Ragnarökkur“ eftir Benedikt Gröndal (gefið út 1868) og er tungumálið í óperunni því tiltölulega nútímalegt og auðskiljanlegt, miðað við aðrar fornar heimildir, en einnig koma fyrir brot úr Völuspá, Sigurdrífumálum, Hamðismálum og fleiri heimildum.
Í meðfylgjandi myndbandsbút eru Frigg (Jóna G. Kolbrúnardóttir og Óðinn (Unnsteinn Árnason) nýbúin að hvetja her Einherja til dáða sem mun senn mæta her Múspells undir stjórn Loka (Eggert Reginn Kjartansson): „Hetja jarðar, heyrðu mig / herjans krapti særi eg þig. / Þræll og fylki, falda sól, / fylking lífs, er jörðin ól: / Vinn mér eið!“ Einherjar (kór) svara þá: „Fúsir vinnum allir eið / opin stendur Heljar leið. Heilir Æsir! / Heilar Ásynjur. Heil sjá hin fjölnýta fold!“ Að lokum skal nefna, af einsöngvurum, alt söngkonuna Kristín Sveinsdóttir sem mun fara með hlutverk Völvunnar.
Fylgist með á fésbókarsíðunni okkar: Ragnarök: örlög goðanna
Myndabandið er frá æfingu í júní 2024. Píanóleikarar voru Matthildur Anna Gísladóttir og Þóra Kristín Gunnarsdóttir
English
I am very grateful that the Iceland Music Fund decided to fund the premiere of my seventh opera, Ragnarok: Fate of the Gods. The premiere will take place in the year 2025 in Reykjavik Iceland. The music is written for four vocal soloists, two grand pianos, two choirs, electric guitar and more fun stuff. I look forward to the next few steps. The video is from a rehearsal in June. The choir sings "Glory to you, Gods! Glory to our bountiful earth!"
Follow the opera on Facebook: https://www.facebook.com/ragnarokorloggodanna