Ég hvet alla tónlistarunnendur til að missa ekki af þessu […] Bjarni Thor var hreint út sagt magnaður […] Vonandi tekst að koma henni aftur á fjalir, því að hún á alls ekki skilið að gleymast…
-Jón Viðar Jónsson (2022)
Tónlistin er mjög fjölbreytt og hæfir efninu vel, er tilfinningarík og seiðandi, og spannar allan tilfinningaskalann frá blíðum strokum á sellóið til hvellra tóna trompetsins...
Hlaut Grímuna 2023: Sproti ársins
Tilnefnd til Grímunnar 2023: Söngkona ársins (Björk Níelsdóttir)
Information in English: http://helgiingvarsson.com/news/2022/7/20/ingvarssons-latest-opera-announced-gnin-the-silence
Facebook page: https://www.facebook.com/Thogninopera
Höfundar
Helgi Rafn Ingvarsson, tónskáld
Árni Kristjánsson, handritshöfundur
Frumsýnt
19. og 20. ágúst 2022 í Tjarnarbíó, Reykjavík.
Samantekt og tónbrot
Lengd: uþb. 60 mínútur.
Þögnin er ný íslensk ópera eftir Helga Rafn Ingvarsson tónskáld og Árna Kristjánsson handritshöfund.
Þögnin byggir á raunverulegum atburðum. Þögnin fjallar um lokakafla ævinnar og hvað maður skilur eftir sig, hvort maður geri upp við drauga fortíðar eða þegi þar til yfir lýkur. Verkið fjallar um einmanaleika, einangrun og eitraða karlmennsku.
Aðalpersónan Hjálmar (Bjarni Thor Kristinsson bassi) er ekkill sem hefur á eldri árum flúið inn í þögnina. Að honum sækja ýmsar minningar úr fortíðinni. Fyrst virðist sem sumar minningarnar tali tungum en svo reynist sannleikur búa undir. Bára (Elsa Waage contralto) og Áróra (Björk Níelsdóttir sópran) birtast Hjálmari sem minningar í uppgjöri hans við fortíðina og óvissu framtíðarinnar.
Við kynnumst Hjálmari þegar hann er á leið í jarðarför og erfidrykkju.
Áróra, sú látna, skipar sérstakan sess í hjarta hans. Stutt ástarsamband þeirra fyrir hálfri öld ól honum barn sem hann gekkst ekki við.
Þegar hann giftist Báru lofaði hann að eiga ekki samskipti við son sinn úr fyrra sambandi. Hjálmar óttast að ef hann mætir syni sínum Almari (Gissur Páll Gissurarson tenór) í jarðarförinni rífi það upp gömul sár, en þvert á móti er Almar staðráðinn í að rjúfa þögnina og bjóða honum inn í fjölskylduna.
Að segja skilið við þögnina gæti orðið Hjálmari ofviða.
Skrif og frumsýning verksins var styrkt af Sviðslistasjóð, Listamannalaunum Sviðslistamanna, Reykjavíkurborg, Tónskáldasjóð RÚV og Menningarsjóð FÍH.
Myndir frá frumsýningu í Tjarnarbíó ágúst 2022
Ljósmyndari var Juliette Rowland.