Ragnarök: örlög goðanna 1.þáttur / Ragnarök oratorio 1st act ready

(íslenska fyrir neðan)

Frigg, höfuð gyðja / Frigg, head goddess.

I have finished composing the 1st act of my oratorio Ragnarok: fate of the gods. The act contains 16 musical numbers and duration is somewhere over 1 hour. I have recruited some fantastic performers to help me premiere the first act in Iceland before I finish composing the other three. The first act is able to stand alone as a work of its own. We are aiming for February-March 2025.

The other three acts will each have a duration of 30-45 minutes each, so the work as a whole, once ready, whenever that will be, will be around 3 hours long.

Ragnarök: Fate of the gods. An oratorio  in four acts.

We see how the vanity, lies and pride of the gods leads to their demise in the final battle between the Æsir (gods of Asgard) and their armies of Einherjar, and the armies of Muspell, the armies of Hel (the underworld).

The piece is in Icelandic, English and old Norse.

Íslenska

Óðinn

Fyrir stuttu lauk ég við skrif á 1.þætti af „Ragnarök: örlög goðanna“, sem er dramatísk óratoría í fjórum þáttum. Ég hef lokið við að semja 1.þátt verksins og hann getur staðið einn og sér sem verk út af fyrir sig. 1.þáttur verður frumfluttur vonandi í febrúar-mars 2025. 1.þáttur inniheldur ein 16 tónlistar númer og er rúmlega 1 klukkustund í flutningi.

Í 1.þætti ferðast Óðinn (bassi) niður til Heljar og vekur Völvuna (alt) upp frá dauðum með krafmiklum töfrasaung og spyr: „Heyrðu mig Völva,/ þig vil eg enn fregna / unz alkunna, / vil eg enn vita: / Hver mun Ásum að bana verða / og aldri ræna?“ Völvan rís upp og deilir vitneskju sinni um framtíðina, um enda heimsins. Sögusviðið ferðast þá frá Hel og til Ásgarðs, rétt fyrir Ragnarök, þar sem Heimdallur blæs í Gjallarhornið og Óðinn tilkynnir Ásum að stríð sé á næsta leiti: „Heyrið nú Æsir, hornaþyt / hygg ég að Gjallarhorn kveði / og boði í heimi stríð og strit / stutt verður yndi og gleði.“ Frigg (sópran) sér sýnir og dreymir þau hroðalegu örlög sem bíða heimsins: „Mig vekja tár um mæra morgunstund / er manar fáks í björtum glóa straumi / og þegar loksins þreyða fæ ég blund / þreytist ég meir en fyrr af illum draumi.“ Á sama tíma leiðir Loki (tenór) her Múspells (kór 2) fram úr sölum Heljar: „Nú ríða Múspells megir fram / og meginstyrk og voldug er sú hönd / sem bendir þeim að björtum guða sölum.“ Frigg og Óðinn hvetja her Einherja (kór 1) til dáða: „Hetja jarðar, heyrðu mig / herjans krapti særi eg þig. / Þræll og fylki, falda sól, / fylking lífs, er jörðin ól: / Vinna mér eið!“ Einherjar svara: „Fúsir vinnum allir eið / opin stendur Heljar leið. Heilir Æsir! / Heilar Ásynjur.“ 1.þætti líkur svo er fylkingarnar tvær standa mót hvorri annarri, tilbúnar að berjast upp á líf og dauða.

Handritið er sett saman af tónskáldinu. Textinn í þessum 1.þætti kemur að mestu úr ljóðabálknum „Ragnarökkur“ eftir Benedikt Gröndal (gefið út 1868), en einnig koma fyrir brot úr Völuspá, Sigurdrífumálum, Hamðismálum og fleiri heimildum.

Óðinn vekur Völvuna upp frá dauðum. / Odinn raising the Prophetess from the dead.

Eins og gjarnan er siður í óratoríum er lagt upp úr því að skapa sögusvið verksins í gegnum tónlist, tónlistarflutning og tónlistartúlkun eingöngu, frekar en með hjálp sviðsmyndar og leikmuna, og hefur tónlistin verið samin með það í huga.

Söngvarar verða Jóna G. Kolbrúnardóttir (Frigg), Kristín Sveinsdóttir (Völva), Eggert Reginn Kjartansson (Loki) og Unnsteinn Árnason (Óðinn). Þóra Kristín Gunnarsdóttir og Paulina Maslanka munu skipa píanó dúóið.