7. tölublað Þráða er komið út. Margt merkilegt þar, meðal annars grein mín um Í álögum, fyrstu íslensku óperettuna, en ég hef verið að rannsaka verkið undanfarin tvö ár eða svo. Rannsóknin og skrifin voru styrkt af Starfsmenntunarsjóði FT og FÍH, og Styrktarsjóði Vinafélags Íslensku Óperunnar:
Hægt er að lesa greinina hér: https://www.lhi.is/tolublad-7-sjalfstaedisyfirlysing-thjodar-i-operettu
Rannsókninni er þó ekki lokið þó greinin hafi verið birt. Ég hef hlotið styrk frá Nótnasjóð STEFs til að fjármagna afritun handskrifaðrar raddskrár og hljómsveitarparta óperettunnar yfir í stafrænt form. Áætlað er að sú vinna fari fram í september 2022 og styður hún við frekar greiningu á tónlist verksins. Kærar þakkir fyrir stuðninginn STEF.
Nánar um rannsóknina hér: http://helgiingvarsson.com/ialogumrannsokn