(English below)
Íslenski Kórinn í London (Icelandic Choir of London) söng fyrir fullu húsi í Cecil Sharp House í London síðastliðinn sunnudag (ég hef verið aðal stjórnandi þeirra síðan 2012). Cecil Sharp House er hús þjóðlagatónlistar í Englandi svo við gripum tækifærið og kynntum m.a. íslenska tvísöngslagið fyrir áhorfendum sem tóku vel í það. Íslenska tvísöngslagið er einstakt á heimsvísu fyrir marga hluta sakir og því vert að halda því lifandi fyrir flytjendum og áhorfendum (m.a. er það oft í lýdískri tóntegund, sem er óvenjulegt fyrir þjóðlagatónlist - að ekki sé talað um einstakt samspil raddanna tveggja).
Eftir nokkur erfið ár, sem ég kenni Covid og Brexit óhikað um, þá er ÍKL kominn aftur í fantaform og er það metnaður og einurð meðlimanna sem skar þar úr um. Þetta er fagmannlegur og næmur hópur, og ég er rosalega stoltur af þeim.
Í vor eru fleiri skemmtileg verkefni fyrirhuguð, m.a. heimsókn frá vinakór okkar í Kaupmannahöfn sem ætlar að halda með okkur vortónleika í London.
Nánar hér: http://helgiingvarsson.com/icelandic-choir-of-london
og hér: https://www.facebook.com/IcelandicChoirofLondon
Gleðileg jól.
//
Icelandic Choir of London (where I have been main conductor since 2012) sang in front of a full house in Cecil Sharp House last Sunday. Being the house of folk, we took the opportunity to introduce to them (among other things) the traditional Icelandic "tvísöngslag" (tví=two, sönglag=song), a unique interwoven singing style often in the lydian mode, a rare mode for traditional folk.
The choir is in a really good shape after a few tough years (I blame Brexit and Covid wholeheartedly). I could not be more proud of them.
Thank you for having us Cecil Sharp House and the Cecil Sharp House Choir.
More here: http://helgiingvarsson.com/icelandic-choir-of-london
and here: https://www.facebook.com/IcelandicChoirofLondon
Happy Christmas!